Dánarfregnir og jarðarfarir

Innsending á dánar- og útfarartilkynningum fer fram í gegnum Mitt RÚV, örugga innsendingargátt sem krefst rafrænna skilríkja eða Íslykils. Þar er að finna staðlað skilaform ásamt frekari leiðbeiningum.

Andláts- og útfarartilkynningar eru lesnar tvisvar sinnum á virkum dögum, kl. 11:55 og 18:50, en einu sinni um helgar og á hátíðardögum, kl. 18:50.
Algengast er að hver tilkynning sé lesin tvisvar til þrisvar sinnum.

Tilkynningum þarf að skila inn minnst 3 klukkustundum fyrir lestur í næsta dánarfregnatíma. Tilkynning sem lesa á um helgi eða á öðrum frídegi þarf að berast fyrir kl. 16 næsta virka dag á undan.

Lestur hvers orðs kostar 298 kr.

Senda inn tilkynningu

Nánari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá með því að hafa samband í síma 515-3060.

Tímasetning ekki aðgengileg í spilara.